Þjónustan

UPPTAKA

 Við bjóðum uppá hágæða upptökur á knattspyrnuleikjum karla og kvenna í öllum aldursflokkum.
Ekki missa af neinu! Myndavélarnar okkar eru búnar gervigreind sem fylgir boltanum eftir.
Á myndavélinni eru tvær linsur sem hafa 180° sjónarhorn á völlinn og taka upp í HD.

Skoða upptökur

KLIPPING

 Við bjóðum uppá að klippa leiki, bæði leiki sem við tökum upp og upptökur frá öðrum.
Við bjóðum uppá að klippa bæði highlights frá því helsta sem gerðist í leiknum og klippur fyrir einstaka leikmenn.

Skoða myndbönd

TÖLFRÆÐI

 Við bjóðum uppá tölfræði úr leikjum, bæði frá leikjum sem við tökum upp og úr aðsendum leikjum.
Hægt er að fá tölfræði fyrir liðið í heild sinni eða fyrir hvern leikmann fyrir sig.
Tölfræðin sem við bjóðum uppá er til að mynda: Sendingar, heppnaðar sendingar, sendingarhlutfall, lykilsendingar, fyrirgjafir, skot, unnir boltar, unnin skallaeinvígi og fleira.

Skoða tölfræði

Við bjóðum uppá sérstaka háskólapakka fyrir þá sem eru á leiðinni eða langar að fara í háskóla á fótboltastyrk.

Góð upptaka getur verið það sem skilur þig frá hinum – leyfðu okkur að hjálpa þér að komast út.

Vantar þig upptöku til að senda skólum? Áttu upptöku en þarft að klippa hana til?
Heyrðu í okkur og við græjum það fyrir þig.

 

Hafa samband